Íþróttir
Calvin Poulina skoraði 30 stig í leiknum á móti ÍR. Hér í leik gegn Fjölni um daginn. Ljósm. karfan.is

Snæfell tapaði gegn toppliðinu

Viðureign Snæfells og ÍR í 1. deild karla í körfubolta fór fram á föstudagskvöldið og var leikið í Stykkishólmi. Gengi liðanna fyrir leik var ólíkt, Snæfell hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni á meðan gestirnir úr Breiðholti höfðu unnið níu leiki í röð. Þeir byrjuðu betur í leiknum og voru tólf stigum yfir eftir um fimm mínútna leik, staðan 9:21 fyrir ÍR. Lítið gekk hjá heimamönnum að koma sér inn í leikinn og staðan var 21:35 eftir fyrsta leikhluta. Það var sama sagan í öðrum leikhluta, um hann miðjan var staðan 36:51 ÍR í vil og þegar flautað var til hálfleiks voru heimamenn í smá brekku, staðan 48:63 fyrir ÍR.

Snæfell tapaði gegn toppliðinu - Skessuhorn