Íþróttir
Skallagrímsmenn fögnuðu sigri um helgina. Ljósm. glh

Skallagrímur með góðan sigur á Hrunamönnum

Hrunamenn og Skallagrímur mættust í 1. deild karla á föstudagskvöldið og var leikurinn á Flúðum. Átta stig skildu liðin að fyrir leik, Skallagrímur var í sjöunda sæti með tólf stig á meðan heimamenn voru í neðsta sætinu ásamt Snæfelli með fjögur stig. Það var jafnt á flestum tölum í byrjun leiks og staðan 13:13 eftir rúmar fimm mínútur. Skallarnir voru síðan sterkari fram að lokum fyrsta leikhluta þó að lítið skildi að á milli liðanna og staðan 21:23 fyrir Skallagrími. Hrunamenn náðu síðan góðum kafla og voru komnir með tíu stiga forskot um rúmlega miðjan annan leikhluta, 42:32. En þá sögðu Skallagrímsmenn stopp, þeir náðu 14-2 áhlaupi og voru komnir tveimur stigum yfir í hálfleik, staðan 44:46 og útlit fyrir spennuleik.

Skallagrímur með góðan sigur á Hrunamönnum - Skessuhorn