Íþróttir
Lucien Christofis skoraði 15 stig gegn Sindra. Hér í leik á móti Ármanni fyrr í vetur. Ljósm. Jónas H. Ottósson

Sindri stöðvaði sigurgöngu Skagamanna

Sindri og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Ice Lagoon höllinni á Höfn í Hornafirði. Fyrir viðureignina voru Sindramenn með 18 stig í fjórða sæti og Skagamenn í 5.-6. sæti ásamt Þrótti Vogum með 14 stig. Með sigri hefðu Skagamenn unnið sinn fjórða sigur í röð og færst nær Sindra að stigum en því miður varð það ekki niðurstaðan eftir baráttuleik.