
Mammusu Secka skoraði 21 stig gegn Njarðvík. Hér í leik á móti Keflavík fyrr í þessum mánuði. Ljósm. Bæring Nói Dagsson
Snæfell tapaði stórt fyrir Njarðvík
Snæfell tók á móti Njarðvík í Subway deild kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Fyrir leik var staða liðanna nokkuð ólík í deildinni en Njarðvíkurkonur voru með 22 stig í öðru sætinu á meðan Snæfell var á botninum ásamt Fjölni með fjögur stig.