
Ólympíudraumurinn lifir eftir sigur gegn Króatíu
Íslenska handboltalandslið karla var rétt í þessu að vinna Króatíu með fimm marka mun á EM í Þýskalandi. Leikurinn fór 35-30. Króatar hafa reynst Íslendingum erfiðir í gegnum tíðina því þetta var fyrsti sigurinn gegn .þeim á stórmóti. Ólympíudraumur Íslands lifir þótt enn þurfi að treysta á önnur úrslit. Björgvin Páll Gústafsson markmaður var af áhorfendum valinn maður leiksins.