
Indriði Áki í leik með ÍA. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Skórnir upp í hillu hjá Indriða Áka
Indriði Áki Þorláksson hefur tilkynnt að hann sé búinn að ákveða að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Indriði Áki er 28 ára miðjumaður sem hefur á ferli sínum spilað með ÍA, Val, Leikni, FH, Fram, Keflavík, Haukum, Kára og Víkingi Ólafsvík .