
Dagbjört Dögg Karlsdóttir með boltann í leiknum og Jasmina Jones til varnar. Ljósm. Jón Aðalsteinn/karfan.is
Snæfell með góðan sigur á Val
Valur og Snæfell tókust á í 16. umferð Subway deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Origo höllinni við Hlíðarenda. Fyrir leik voru Íslandsmeistarar Vals í 7. sæti með tíu stig, Fjölnir með fjögur og Snæfell með tvö stig í neðsta sætinu. Það var ekki mikið skorað í fyrsta leikhluta, eftir fimm mínútur var staðan 6:7 fyrir Snæfelli og við lok hans höfðu gestirnir þriggja stiga forskot, 10:13. Snæfell byrjaði betur í öðrum leikhluta og náði ellefu stiga forystu eftir þriggja mínútna leik, 12:23. Þær voru áfram með undirtökin og enn með ellefu stig í plús þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, 21:32. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 26:34 og Snæfell enn í góðum málum.