Fréttir
Lögreglumenn af Vesturlandi ásamt ráðgjöfum sínum í umhverfismálum við einn rafmagnsbíla embættisins, en notkun rafknúinna ökutækja í akstri vegur mjög þungt í minni kolefnislosun. Frá vinstri: Hilmar Þór Hilmarsson, Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir, Stefán Gíslason, Ásmundur Kr. Ásmundsson, Gunnar Jónsson, Jón Arnar Sigurþórsson og Hafþór Ingi Þorgrímsson.

Metnaður á sviði umhverfismála hjá Lögreglunni á Vesturlandi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

Lögreglan á Vesturlandi stendur mjög framarlega í verkefninu Grænum skrefum og hefur á síðustu árum dregið verulega úr kolefnislosun með margvíslegum aðgerðum. Heildarlosun kolefnis í ár er áætluð 45-50% minni en viðmiðunarársins 2020 og áætlaður er frekari samdráttur á næsta ári eða allt að 75%. Síðastliðinn föstudag var því fagnað á starfsstöðinni í Borgarnesi að fimm grænum skrefum í rekstrinum hefur verið náð og er embættið þar með það fyrsta innan lögreglunnar til að ná þeim árangri. Blaðamaður Skessuhorns fékk að vera viðstaddur og tók nokkrar myndir þegar Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun mætti á staðinn til að votta árangurinn og Stefán Gíslason umhverfisráðgjafi frá Environice einnig. Að sögn Gunnars Jónssonar lögreglustjóra hefur verið um samhent átak allra starfsmanna að ræða og mikil vinna lögð í að ná þessum áfanga.

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

Umhverfisráðgjöf fengin
Samningur milli lögreglustjórans á Vesturlandi og Umhverfisráðgjafar Íslands (Environice) um sérfræðiráðgjöf vegna loftslagsstefnu, aðgerðaráætlunar og Grænna skrefa var undirritaður árið 2021 og hefur Environice unnið náið með umhverfisnefnd embættisins varðandi öll atriði ferlisins. Á heimasíðu Environice kemur fram að um gríðarstórt verkefni sé að ræða sem nái til nær allra rekstrarþátta starfsstöðva lögreglunnar á svæðinu. Það að hafa kallað utanaðkomandi sérfræðinga til lýsi því hversu föstum tökum embættið hugðist taka umhverfismál.

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
Meira að segja jólatréð á kaffistofunni er valið af tillitssemi við umhverfið. Það er endurnýtt og skrautið kom starfsfólk með að heiman.
{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

Grænu skrefin
Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri á rætur sínar að rekja til stefnu ríkisins fyrir árin 2013 – 2016 um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur, en fram hafði komið skýr vilji hjá mörgum ríkisstofnunum að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og auka þekkingu starfsfólks á umhverfismálum. Verkefnið fór formlega af stað í nóvember árið 2014 og samkvæmt nýjustu tölum taka nú 174 stofnanir þátt með 542 starfsstöðvar, þar af hafa 57 stofnanir náð öllum skrefunum fimm. Verkefnið er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en umsjón og rekstur þess er í höndum Umhverfisstofnunar.

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

Græn hugsun heldur áfram
Verkefnið hefur verið í vinnslu hjá Lögreglunni á Vesturlandi um tveggja ára skeið. Að sögn Gunnars lögreglustjóra verður ekki hætt að vinna að umhverfismálum innan starfsstöðvanna þótt góðum árangri hafi verið náð. Á næstu mánuðum verður ný áætlun gerð til næstu ára um enn frekari aðgerðir.

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

Dagskrá föstudagsins hófst með fundi þar sem Ester Alda fór yfir helstu þætti verkefnisins, en Grænu skrefin eru uppfærð reglulega til að endurspegla áherslur stjórnvalda og nýjustu þekkingu. Einnig er reynt að taka mið af reynslu og ábendingum frá þátttakendum við uppfærslu skrefanna og kom ýmislegt gagnlegt fram á fundinum sem fulltrúar allra starfsstöðva á Vesturlandi sátu ásamt lögreglustjóra.

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

gj. Ljósm. gj.

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
Ester Alda fór yfir árangur embættisins í verkefninu Grænum skrefum. Við hlið hennar er Ásmundur Kr. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn.
{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
Gunnar Jónsson lögreglustjóri hefur lagt áherslu á metnað í umhverfismálum frá því hann tók til starfa á Vesturlandi árið 2021.
{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
Stefán Gíslason, eigandi og framkvæmdastjóri Environice.
{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
Gunnar og Ester Alda með viðurkenningarskjalið frá Umhverfisstofnun vegna grænu skrefanna fimm.
{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
Af gefnu tilefni hafði embættið látið baka grænar kökur með tölunni fimm fyrir allar starfsstöðvarnar þennan dag.
{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}

 

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "\r\n\r",
  "innerBlocks": []
}
Flokkun úrgangs skiptir miklu máli og er vel innt af hendi af starfsfólki lögreglu.