
Snæfell úr leik í VÍS bikarnum eftir tap gegn Stjörnunni
Stjarnan og Snæfell mættust í 16-liða úrslitum í VÍS bikar kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og var leikurinn í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Það var ekki hátt stigaskorið í fyrsta leikhluta og eftir fimm mínútna leik var staðan 5:2 fyrir Stjörnunni. Snæfell bætti aðeins við einni körfu eftir það og hafði þá ekki skorað í átta mínútur þar á undan, staðan 12:4. Heimakonur héldu áfram að auka við forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 37:19, Stjörnunni í vil.