Íþróttir
Snæfellskonur eru í brattri brekku um þessar mundir. Ljósm. sá

Enn eitt tapið hjá Snæfelli

Snæfell og Þór Akureyri áttust við í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Fyrir leik var Snæfell enn án sigurs eftir ellefu leiki og Þór Akureyri með sex sigra og fimm töp. Það er ekki hægt að segja að hittni liðanna hafi verið góð í byrjun fyrsta leikhluta því eftir rúman fimm mínútna leik var staðan 5:6 fyrir gestunum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir í stöðunni 10:10 skelltu heimakonur í lás og skoruðu síðustu sjö stigin í leikhlutanum, staðan 17:10 og kannski óvæntir hlutir að fara að gerast. Gestirnir byrjuðu hins vegar af krafti í öðrum leikhluta og höfðu náð að komast yfir eftir tæpan tveggja mínútna leik. Þegar fimm mínútur voru liðnar voru norðankonur komnar tíu stigum yfir, 21:31, og er flautað var til hálfleiks var staðan 27:41 Þór í vil.

Enn eitt tapið hjá Snæfelli - Skessuhorn