
Húsið eins og það lítur út í dag. Búið er að rífa skúrbyggingu sem var austan við neðri hæðina. Bætt verður við gluggum í húsið. Ljósm. vaks
Fyrirhugaðar breytingar á ytra útliti á húsi við Kirkjubraut 1
Á fundi bæjarstjórnar Akraness á þriðjudaginn var tekin fyrir umsókn lóðarhafa að Kirkjubraut 1 að fremri byggingin á lóðinni verði í heild sinni klædd að utan með báruklæðningu með þeim formerkjum að allur frágangur á klæðningu verði í samræmi við byggingarstíl frá þeim tíma er húsið var byggt.