
Slökkviliðsfólk hýrt á svip. Ljósm. akranes.is
Slökkviliðið mannar vaktir í Grindavík
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur mannað vaktir í þrjá daga í Grindavík með öðrum viðbragðsaðilum víða af landinu. Síðastliðinn laugardag fór slökkviliðið í sína þriðju ferð á svæðið að veita aðstoð. Þau verkefni sem Slökkviliðið hefur sinnt á svæðinu eru til dæmis verðmætabjörgun af heimilum fólks og fyrirtækjum ásamt því að sinna vakt slökkviliðs á svæðinu.