
F.v. Steinunn Tinna Þórðardóttir, Valgerður Helga Ísleifsdóttir og Georgia Labrú sem stjórnuðu bingóinu af mikilli fagmennsku. Ljósm. tfk
„Komdu í bingó vinan“ gekk framar vonum
Föstudagskvöldið 24. nóvember síðastliðið var þétt setið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Þá var búið að bjóða öllum konum á Snæfellsnesi í bingó. Það var Valgerður Helga Ísleifsdóttir sem stóð fyrir viðburðinum og rann allur ágóði til Krabbameinsfélags Snæfellsness.