Fréttir
Það verður jólastemning við gamla Landsbankahúsið næstu tvær helgar. Ljósm. vaks

Jólamarkaður og stemning á Akratorgi tvær næstu helgar

Miðbæjarsamtökin Akratorg og Akraneskaupstaður ætla að blása í hátíðarlúðra næstu tvær helgar á Akratorgi og vera með jólamarkað fyrir íbúa Akraness og nágrennis. Opið verður á milli klukkan 13-18 bæði laugardag og sunnudag. Í tilkynningu vegna viðburðarins segir: „Hvar er betra að láta jólaandann hellast yfir sig en í heimabyggð? Hvernig hljómar rölt niður í miðbæ, heitt súkkulaði og vöfflur, glögg og ilmurinn af ristuðum möndlum á meðan þú og þín versla fallegar jólagjafir?“