Fréttir
Svipmynd frá hátíðinni á síðasta ári. Ljósm. mm

Jólagleði á Hvanneyri á LAUGARDAGINN

Íbúasamtökin á Hvanneyri standa á laugardaginn fyrir árlegri jólagleði í þorpinu á fyrsta helgi í aðventu. Það skal áréttað hér að í frétt sem birt er í Skessuhorni, sem kom út í dag, er missagt að jólagleðin sé á sunnudaginn, en hún verður semsé laugardaginn 2. desember kl. 13-17. Auglýsingu um viðburðinn er jafnframt að finna í blaðinu. Að sögn Álfheiðar Sverrisdóttur, formanns Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis, verður gamla Hvanneyrartorfan í hátíðarbúningi og ýmislegt um að vera fyrir alla aldurshópa.

Jólagleði á Hvanneyri á LAUGARDAGINN - Skessuhorn