Fréttir
Mynd númer 17 í skýrslu Landgræðslunnar er tekin á svæði D, af slóða sem lagður var um mólendistungu við háöxlina á Dragafelli. Myndin var tekin 20. júlí 2022.

Dagssektir lagðar á Skógræktina verði ekki bætt úr óleyfisframkvæmdum

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar Skorradalshrepps í gær var lögð fram ítarleg greinargerð Landgræðslunnar þar sem farið er yfir umfang og leiðir til úrbóta vegna óleyfisframkvæmda Skógræktarinnar sumarið 2022 í landi tveggja jarða í Skorradal. Annars vegar Stóru Drageyrar og hins vegar Bakkakots. Svæðin sem um ræðir eru þrjú: Vegslóði var ruddur norðvestan til í Dragafelli, land plægt til skógræktar á votlendissvæði milli þjóðvegar og Villingadalsár á Geldingadraga og land sem plægt var upp á Bakkakotsheiði. Einnig var minnisblað lögmanns sveitarfélagsins lagt fram vegna málsins.

Dagssektir lagðar á Skógræktina verði ekki bætt úr óleyfisframkvæmdum - Skessuhorn