
Straumlaust á hluta Akraness aðfararnótt 1. desember
Vegna viðhalds Veitna á raforkukerfinu á Akranesi verður rafmagnslaust á tveimur svæðum í eldri hluta bæjarins aðfararnótt föstudagsins 1. desember frá klukkan 00:05 til kl. 04:00. Annars vegar er það við göturnar Suðurgötu, Sóleyjargötu, Háteig, Vitateig, Akursbraut og Hafnarbraut og hins vegar við Kirkjubraut, Akurgerði, Merkigerði, Heiðargerði, Víðigerði, Laugarbraut og Vesturgötu. (sjá meðfylgjandi tvö kort).
„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu frá Veitum.
