Fréttir
Fyrir framan nýreista kjúklingaeldishúsið. Frá vinstri: Jóhannes Pálmason, Sunneva Hlín Skúladóttir og Skúli Hreinn Guðbjörnsson. Ljósm. sþ

Húsnæði til kjúklingaeldis tekið í notkun í Miðskógi

Samstarfssamningur var undirritaður í Sælureitnum Árbliki þriðjudaginn 11. apríl síðasliðinn um uppbyggingu kjúklingaeldishúss í Miðskógi í Dölum. Bændurnir Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir gerðu þar samning við Reykjagarð hf. sem er dótturfélag Sláturfélags Suðurlands. Nú er tæplega 900 fermetra eldishús risið en þar verður alinn kjúklingur frá eins dags aldri og þar til hann er fullvaxinn til slátrunar, um 35-37 daga gamall. Fyrstu kjúklingar koma í húsið föstudaginn 1. desember.

Húsnæði til kjúklingaeldis tekið í notkun í Miðskógi - Skessuhorn