Fréttir
Skipverjar á Runólfi huga að veiðarfærum á bryggjunni. Ljósm. tfk

Gert klárt fyrir brottför

Það er að ýmsu að huga áður en lagt er af stað á miðin en skipverjar á Runólfi SH voru önnun kafnir miðvikudaginn 22. nóvember að gera klárt. Daginn áður hafði skipið komið með fullfermi að landi í vinnslu G.Run hf. Þar geta Grundfirðingar og nærsveitungar keypt ferskt og nýtt fiskmeti beint úr kæli og hefur því framtaki verið tekið afar vel.

Gert klárt fyrir brottför - Skessuhorn