
Höllin á hæðinni er gefin út sem hljóðbók.
Gefur út bókina Höllin á hæðinni í samstarfi við Storytel
Borgfirðingurinn Sigrún Elíasdóttir gaf á dögunum út hljóðbók í samstarfi við Storytel en hún hefur áður gefið út barnabækur og kennslubækur ásamt einni ævisögu sem hún skrifaði um afa sinn. Hún heldur einnig úti hlaðvarpinu Myrka Ísland sem m.a. er aðgengilegt á Storytel en ákvað hún að forvitnast um bókaútgáfu hjá fyrirtækinu sem endaði með því að hún skrifaði bókina Höllin á hæðinni. Bókin er einungis gefin út sem rafbók í lestri Sólveigar Guðmundsdóttur og fjallar um konu í krísu sem ákveður að breyta til og snúa lífinu við með því að flytja út á land og gera upp gamalt hús. Blaðamaður sló á þráðinn til Sigrúnar og forvitnaðist frekar um bókina.