Fréttir
Stjórn FKA á Vesturlandi ásamt fjármálaráðherra. F.v. Alexandra Ýr gjaldkeri, Íris ritari, Jóhanna Elva stjórnarkona, Þórdís Kolbrún, Aldís Arna formaður og Rúna Björg varaformaður.

Félagskonur í FKA komu saman á Hvanneyri

Konur í Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA, komu saman á gefandi stund á Hvanneyri sunnudaginn 19. nóvember síðastliðinn, sem þær nefndu Sælustund í sveitinni. Tilgangurinn var að hrista saman hóp FKA kvenna á Vesturlandi og kynna félagið fyrir nýjum konum. „Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir fjármálaráðherra heiðraði okkur með nærveru sinni og gerði gott betur. Ræddi við okkur sem ,,Dísa á Skaganum“ í einlægni, mennsku og berskjöldun,“ segir Aldís Arna Tryggvadóttir formaður stjórnar í FKA á Vesturlandi.

Félagskonur í FKA komu saman á Hvanneyri - Skessuhorn