Fréttir

Skerða þarf raforku til víkjandi starfsemi

„Grípa þarf til takmörkunar á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Ástæða aðgerðanna, sem eru ótímabundnar, er samspil erfiðs vatnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja, sem Landsvirkjun kappkostar að tryggja orku.