Fréttir
Stærsta einstaka fjárfesting sveitarfélagsins á næstu árum verður bygging nýs íþróttahús við Heiðarborg. Það er áætlað að kosti rúman 1,7 milljarð króna.

Litlar skuldir og traustur rekstur einkennir Hvalfjarðarsveit

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2024 ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar á miðvikudaginn. Af lestri hennar kemur skýrt í ljós að sveitarfélagið með sína 756 íbúa er afar vel statt fjárhagslega, sama hvort litið er til rekstrar eða efnahags. Álagningarhlutfall útsvars á næsta ári verður óbreytt, eða 13,91%. Einnig verður álagningarhlutföll fasteignaskatts óbreytt. Meðal helstu lykiltalna í áætluninni kemur fram að heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2024 eru áætlaðar 1,478 milljarðar króna en heildargjöld verða 1,39 milljarðar. Þar af eru launagjöld 687,3 milljónir, annar rekstrarkostnaður 639,4 mkr. og afskriftir 61,9 mkr. Fjármunatekjur A og B hluta eru áætlaðar 81,9 mkr. og í A hluta eru þær áætlaðar 91,2 mkr. Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður tæpar 173,2 mkr. á næsta ári.

Litlar skuldir og traustur rekstur einkennir Hvalfjarðarsveit - Skessuhorn