Fréttir

Tífalt meiri eftirspurn en framboð af greiðslumarki í sauðfé

Innlausnarmarkaður þessa árs með greiðslumark í sauðfé var haldinn 15. nóvember síðastliðinn. Matvælaráðuneytinu bárust 136 umsóknir um kaup á greiðslumarki og 29 umsóknir um sölu. Innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára og er 10.531 krónur á ærgildi. Sama verð gildir fyrir kaup og sölu. Alls var óskað eftir 35.638 ærgildum til kaups. Til ráðstöfunar voru 3.557 ærgildi eða 10% af kaupóskum. Úthlutað var samkvæmt forgangsreglum reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Af 136 umsækjendum töldust 106 til forgangshóps og 30 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann til forgangshópsins.

Tífalt meiri eftirspurn en framboð af greiðslumarki í sauðfé - Skessuhorn