Fréttir
Jón Björnsson frá Umhverfisstofnun kynnti fyrirkomulagið. Ljósm. rhj.

Hugmyndir kynntar um heimsóknahönnun í Andakíl

Miðvikudagskvöldið 15. nóvember fór fram íbúafundur á Hvanneyri þar sem Jón Björnsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, kynnti hugmyndir um svokallaða heimsóknahönnun fyrir friðlandið í Andakíl. Um er að ræða aðferð sem ekki hefur þekkst hérlendis áður en fyrirmyndin er sótt til Noregs þar sem hún hefur verið notuð á fjölmörgum friðlýstum svæðum. Verkefnið í Andakíl verður unnið af Umhverfisstofnun í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hugmyndir kynntar um heimsóknahönnun í Andakíl - Skessuhorn