Fréttir
Björgunarsveitir á ferð. Ljósm. úr safni.

Gul viðvörun tekur gildi eftir hádegi í dag

Spáð er suðvestan hvassviðri eftir hádegi í dag og fram á kvöldið og slæmu ferðaveðri. Á spásvæðunum Breiðafirði og Faxaflóa verða 15-20 m/s og búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum inn til landsins og til fjalla. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á fjallvegum á Vestfjörðum og vestan til á Norðurlandi er nú hratt versnandi veður og varasöm akstursskilyrði með éljum og ísingu. Ekki síst á Öxnadalsheiði og þar verður lítil skyggni í kvöld og nótt. Yfir Hellisheiði verða krapaél og með hálku frá því síðdegis og fram á morgun.

Gul viðvörun tekur gildi eftir hádegi í dag - Skessuhorn