
Réttindaráð skólans. Frá vinstri: Agnes Guðmundsdóttir, Anna Dís Þórarinsdóttir og Elísabet Halldórsdóttir.
Barnaþing var haldið í Grunnskóla Borgarfjarðar í gær
Fyrsta Barnaþing Grunnskóla Borgarfjarðar var haldið í Þinghamri á Varmalandi á alþjóðlegum réttindadegi barna í gær, mánudaginn 20. nóvember. Barnaþing er verkefni á vegum UNICEF sem felst í að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.