
Ungir og upprennandi lyftingamenn. Ljósm. KFA
Vel tekið á því á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftingum
Kraftlyftingafélag Akraness hélt Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum síðasta laugardag. Félagið var í góðu samstarfi við Ægi Gym, sem sá um að útvega húsnæði fyrir mótið í aðstöðu þeirra að Hafnarbraut 8 á Akranesi, ásamt því að sjá um skipulag og uppsetningu mótsins.