
Karlalið Snæfells er í smá brekku um þessar mundir. Ljósm. sá
Sjötta tap Snæfells í röð staðreynd
Síðasta föstudagskvöld ferðuðust leikmenn Snæfells á Meistaravelli í Vesturbæinn til að spila við KR í 1. deild karla í körfuknattleik. Það var ekki að sjá í fyrri hálfleik að liðin væru á sitt hvorum enda deildarinnar og líklega kom mótstaða Snæfells heimamönnum mjög á óvart. Í byrjun leiks skiptust liðin á að ná forystu, eftir fimm mínútna leik var staðan 11:16 fyrir Snæfelli og þegar fyrsta leikhluta lauk var KR einu stigi yfir, 23:22. Botnlið Snæfells gaf ekkert eftir í öðrum leikhluta, staðan var 37:34 fyrir KR um miðja vegu en þegar mínúta var eftir var Snæfell komið sex stigum yfir, 46:52. En KR átti síðasta orðið og síðustu fimm stigin fyrir hálfleik sem þýddi þó að Snæfell var einu stigi yfir, hálfleikstölur 51:52 Snæfelli í vil.