Íþróttir
Úr leik KR og Snæfells í gær. Ljósm. karfan.is

Njarðvík vann stórsigur á Snæfelli

Það er óhætt að segja að leikmenn Snæfells hafi ekki riðið feitum hesti í gærkvöldi þegar þær mættu Njarðvík í áttundu umferð Subway deildar kvenna í körfuknattleik. Síðasti leikur Snæfells var í lok október og því um þrjár vikur síðan og má segja og skrifa að þær hafi verið smá ryðgaðar í byrjun leiks. Heimakonur í Njarðvík skoruðu 21 stig í röð áður en Adda Sigríður Ásmundsdóttir kom Snæfelli á blað þegar þrjár og hálf mínúta var liðin af fyrsta leikhluta. Þegar hann var flautaður af var staðan 27:4 fyrir Njarðvík og nokkuð ljóst að langt kvöld var framundan hjá gestunum. Í öðrum leikhluta náði Snæfell sér þó aðeins á strik og skoraði jafnmörg stig og heimakonur, alls 20 og staðan 47:24 Njarðvík í vil.

Njarðvík vann stórsigur á Snæfelli - Skessuhorn