Fréttir

Jólatónleikar Hljómlistarfélagsins

Hinir árlegu jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í 7. sinn sunnudaginn 10. desember nk. í Hjálmakletti. Tvennir tónleikar verða í boði; síðdegistónleikar og kvöldtónleikar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og hinir síðari kl. 20:00. Hljómsveit leikur og syngur ásamt góðum gestum. Aðalgestur er enginn annar en Daníel Ágúst en hann þekkja flestir sem söngvara í hljómsveitunum Nýdönsk og GusGus ásamt því að vera Idol dómari.

Jólatónleikar Hljómlistarfélagsins - Skessuhorn