Fréttir
Kveikt var á kertum heima á Borg. Texti og myndir: Guðrún Jónsdóttir

Héldu minningarathöfn á Borg

Gærdagurinn, sunnudagurinn 19. nóvember, var helgaður minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðarslysum.  Minningarathafnir voru haldnar víða um land af þessu tilefni. Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi hafði frumkvæði að því að viðbragðsaðilar í Borgarfirði komu saman. Auk Brákar voru það björgunarsveitirnar Heiðar og Ok, Slökkvilið Borgarbyggðar, Sjúkarflutningar HVE og Lögreglan á Vesturlandi. Farið var í hópakstur um Borgarnes í blíðskaparveðri og endað við Borg á Mýrum þar sem kveikt var á kertum. Séra Heiðrún Helga Bjarnadóttir prestur á Borg var með stutta athöfn í Borgarkirkju og bað blessunar fyrir viðbragðsaðila og störf þeirra. Blaðamaður Skessuhorns var á staðnum og tók nokkrar myndir.

Héldu minningarathöfn á Borg - Skessuhorn