Fréttir
Mæðginin Þóra Beta og Vignir láta mæla blóðsykurinn.

Blóðsykurinn reyndist í þokkalegu lagi hjá Skagamönnum

Síðastliðinn laugardag var boðið upp á fría blóðsykursmælingu á Akranesi. Sem fyrr voru það Lionsklúbbur Akraness og Lionsklúbburinn Eðnur sem buðu upp á mælinguna sem fram fór í verslanamiðstöðinni við Smiðjuvelli. Að sögn lionsmannsins Ólafs Magnússonar var ágætlega mætt að þessu sinni, en vel á annað hundrað manns létu mæla blóðsykurinn. Ólafur sagði að óvenjulega fáir hafi að þessu sinni mælst með blóðsykursgildi sem kölluðu á heimsókn til læknis og er það vel.

Blóðsykurinn reyndist í þokkalegu lagi hjá Skagamönnum - Skessuhorn