Íþróttir
Srdan Stojanovic skoraði 35 stig fyrir ÍA á móti Snæfelli. Ljósm. Jónas H. Ottósson

Skagamenn unnu Snæfell eftir framlengingu

Snæfell og ÍA áttust við í Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Stykkishólmi. Gestirnir af Skaganum voru sterkari í fyrri hálfleiknum og voru með fimm stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 22:27. Skagamenn fylgdu þessu vel eftir í öðrum leikhluta, bættu enn meir við forskotið og þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var munurinn kominn í heil sextán stig, staðan 34:50 fyrir ÍA og ljóst að heimamenn þyrftu að snúa gengi sínu við sem fyrst svo ekki illa færi.

Skagamenn unnu Snæfell eftir framlengingu - Skessuhorn