Íþróttir

Skagafólk sigursælt í boccia

Vesturlandsmót í boccia 2023 fór fram í íþróttahúsinu á Hvammstanga laugardaginn 21. október síðastliðinn. Að þessu sinni mættu til leiks aðeins tólf lið frá fjórum félögum; Akranesi, Borgarbyggð, Snæfellsbæ og Húnaþingi-vestra. Mosfellingar, Grundfirðingar og Stykkishólmsbúar mættu ekki að þessu sinni. Leikið var í fjórum riðlum, þrjú lið í hverjum og leikin tvöföld umferð. Keppni var skemmtileg eins og vænta mátti og margir leikir unnust á einu til tveimur stigum. Sigurvegarar í riðlunum spiluðu svo í undanúrslitum og þau lið er þar unnu til úrslita. Undirbúningur og framkvæmd mótsins var í höndum heimamanna sem gerðu það með sóma.