Íþróttir
Eva Rupnik (nr.8) skoraði 17 stig á móti Keflavík. Hér í leik gegn Þór Akureyri fyrr í vetur. Ljósm. Palli Jóh

Sjötti ósigur Snæfells í röð

Snæfell mætti liði Keflavíkur í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Blue höllinni í Reykjanesbæ. Fyrir leik var Keflavík taplaust í efsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki en Snæfell í neðsta sæti enn án sigurs og stiga. Það var þó ekki að sjá í fyrri hálfleik að það væri mikill getumunur á liðunum. Snæfell hafði fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 16:20, náði mest 14 stiga forskoti í öðrum leikhluta og var munurinn sex stig þegar flautað var til hálfleiks, 35:41.