
Marinó Þór Pálmason sækir að körfunni í leik Skallagríms og Álftaness. Ljósm. glh
ÍA og Skallagrímur úr leik í VÍS bikarnum
Fyrstu deildar liðin Fjölnir og ÍA mættust í 32-liða úrslitum VÍS bikars karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Heimamenn í Fjölni byrjuðu leikinn af miklum krafti og þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 36:20 fyrir Fjölni. Þeir juku muninn enn meir í öðrum leikhluta og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 65:48 Fjölni í vil. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og nánast jafnt í stigaskori báða leikhlutana. Skagamenn urðu þó að játa sig sigraða og lokatölur leiksins urðu 115:88 fyrir Fjölni.