Íþróttir
Jaeden King skoraði 24 stig á móti Hetti. Ljósm. sá

Snæfell úr leik í VÍS bikar karla eftir tap á móti Hetti

Snæfell og Höttur mættust í 32-liða úrslitum VÍS bikars karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Fyrstu deildar liði Snæfells gekk ágætlega að halda í við gestina til að byrja með í fyrsta leikhluta en Höttur leikur í efstu deild karla, Subway deildinni. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum var staðan 12:16 fyrir Hetti en síðan skildu leiðir. Höttur skoraði síðustu ellefu síðustu stigin og staðan 12:27 eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir héldu áfram að herja á Snæfell í öðrum leikhluta og náðu að skora 15 stig gegn aðeins tveimur á fyrstu fimm mínútunum, staðan 14:42 og heimamenn í vondum málum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 25:59 gestunum frá Egilsstöðum í vil og ljóst að heimamenn í Snæfelli voru ekki að koma til baka þennan daginn gegn sterku liði Hattar.

Snæfell úr leik í VÍS bikar karla eftir tap á móti Hetti - Skessuhorn