
Akranesmet í sundi og fjöldi verðlauna eftir mót helgarinnar
Einar Margeir Ágústsson, sundmaður á Akranesi, setti um helgina unglingamet og náði lágmarki á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug. 14 sundmenn frá ÍA tóku þátt á Cube-móti SH í Ásvallalaug í Hafnarfirði en á mótinu tóku þátt 276 sundmenn. Einar Margeir setti nýtt íslenskt unglingamet í 50 metra bringusundi á tímanum 27,24, sem var undir lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í byrjun desember í Búkarest í Rúmeníu. Í sama sundi varð hann einnig stigahæsti sundmaðurinn á mótinu og setti mótsmet. Þá náði Kajus Jatautas sínu fyrsta IM lágmarki í 800 metra skriðsundi. Í kvennaflokki varð Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir fimmta stigahæsta konan á mótinu. „Okkar sundfólk stóð sig mjög vel um helgina,“ segir Kjell Wormdal yfirþjálfari. Alls kom Skagafólkið heim með átta gull, sex silfur og fjögur brons auk þess sem sex Akranesmet voru sett.