
Skallagrímur með sigur en ÍA og Snæfell tapleiki
Á föstudaginn voru sex leikir spilaðir í fyrstu deild karla í körfubolta. Leikir Vesturlandsliðanna fóru þannig að ÍR lagði Snæfell í Skógarseli í Reykjavík með 101 stigi gegn 76. Skagamenn tóku á móti Sindra á Jaðarsbökkum og fór leikurinn þannig að Sindramenn unnu með 79 stigi gegn 60 heimamanna. Loks tók Skallagrímur á móti Hrunamönnum í Fjósinu í Borgarnesi og sigruðu með 89 stigum gegn 83 gestanna.