
Svava Björk Ólafsdóttir leiddi ráðstefnuna. Ljósmyndir: Steinunn Þorvaldsdóttir
Ráðstefnan Nýsköpun í vestri fór fram í Borgarnesi – myndasyrpa
Ráðstefnan Nýsköpun í vestri er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest og SSV en verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Ráðstefnan fór í dag fram í Hjálmakletti í Borgarnesi en um fimmtíu manns taka þátt í ráðstefnunni sem fer nú fram í fyrsta skipti. Bjargey Anna Guðbrandsdóttir er framkvæmdastjóri Gleipnis sem stóð fyrir ráðstefnunni. Frumkvöðullinn Svava Björk Ólafsdóttir stýrði ráðstefnunni og hóf daginn á að stjórna vinnustofum þar sem m.a. helstu áskoranir frumkvöðla á Vesturlandi voru metnar. Á dagskrá voru einnig fyrirlestrar, reynslusögur frá fumkvöðlum og heimsókn í Kviku nýsköpunarsmiðju.