
Stefán og Gunnlaugur að kynna síðuna í Tónbergi. Ljósm. aðsend
Sögusíðan Á sigurslóð opnuð formlega
Heimasíðan Á sigurslóð (asigurslod.is) var kynnt til leiks á föstudaginn í Tónbergi á Akranesi og voru margir áhugamenn um knattspyrnu mættir á staðinn. Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson hafa undanfarna áratugi safnað ómetanlegum heimildum um sögu knattspyrnunnar á Akranesi. Á heimasíðunni, sem var opnuð rétt fyrir leik ÍA og Gróttu á laugardaginn, kemur fram hjá Stefáni að knattspyrna hafi ávallt skipað stóran sess í lífi hans.