Fréttir
Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Ljósm. úr safni.

Kristinn hlýtur náttúruverndar-viðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Á degi íslenskrar tungu síðastliðinn laugardag var tilkynnt um þá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsnesbæjar hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti 2023. Er þetta í fjórtánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent. Afhending viðurkenningarinnar hefur ekki átt sér stað, en mun fara fram á Snæfellsnesi og verður tímasetning kynnt síðar.

Kristinn hlýtur náttúruverndar-viðurkenningu Sigríðar í Brattholti - Skessuhorn