Fréttir

Haukadalsá að gefa flottar bleikjur

Haukadalsvatn í Haukadal býður uppá mikla möguleika fyrir alla að renna fyrir fisk, en bæði veiðist bleikja og lax í vatninu. Tíðindamaður Skessuhorns fór um svæðið um helgina og það voru margir að veiða. Flestir veiðimenn veiddu þar á flugu. Einhver var veiðin; fiskurinn var verulega vænn og vakti víða um vatnið. Haukadalsvatn er síðsumarsvatn og því er besti veiðitíminn frá miðjum júlí og fram í septemberlok.

Haukadalsá að gefa flottar bleikjur - Skessuhorn