
Þorskafjarðarbrú sem Suðurverk byggði og vegtenging áleiðis að Teigsskógi.
Framkvæmdir við Vestfjarðaveg – myndir
Gríðarmiklar framkvæmdir eru nú í gangi við samgöngur í Þorskafirði. Brú er risin yfir fjörðinn og nýr vegur að taka á sig mynd í gegnum títtnefndan Teigsskóg. Þá er búið að leggja nýjan veg frá Djúpadal sem mun í framtíðinni tengjast veginum frá Þorskafirði.