
Útskriftarhópurinn ásamt Sólrúnu Guðjónsdóttur aðstoðarskólameistara og Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skólameistara. Ljósmyndir: SÁ
Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Föstudaginn 26. maí var 36. útskriftin haldin frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hafa þá 560 nemendur útskrifast frá skólanum frá því hann tók til starfa. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari útskrifaði 19 nemendur. Af þeim voru fimm fjarnemendur og fjórir nemendur sem hafa stundað námið frá Framhaldsdeildinni á Patreksfirði. Af félags- og hugvísindabraut útskrifuðust fimm nemendur, af náttúru- og raunvísindabraut útskrifuðust sex, þrír útskrifuðust af opinni braut, tveir af íþróttabraut, einn lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs og tveir nemendur ljúka námi af nýsköpunar- og frumkvöðlabraut en þetta er í fyrsta sinn sem nemendur eru útskrifaðir af þeirri braut.