Fréttir
Útskriftarhópurinn ásamt Braga Þór Svavarssyni skólameistara og Lilju Sesselju Ólafsdóttur aðstoðarskólameistara. Ljósmyndir: Gunnhildur Lind photography.

Fjörutíu brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar

Síðastliðinn föstudag voru 40 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Elinóra Ýr Kristjánsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Minnti hún samnemendur sína á að dagurinn væri stór áfangi en samt einungis byrjunin. Elinóra sagði m.a.: „Það mikilvægasta sem að við höfum lært á menntaskólaárunum er ef til vill eitthvað allt annað. Að læra að vinna fyrir hlutunum, að læra að bera ábyrgð á eigin árangri, að læra að gera mistök og að læra að læra af mistökunum er til að mynda dýrmætur lærdómur og gott veganesti út í lífið.“

Fjörutíu brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar - Skessuhorn