Fréttir

Tónleikar tveggja sinfóníuhljómsveita í Reykholtskirkju

Nú um hvítasunnuhelgina kemur til Íslands sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi; Strohgäu Sinfonieorchester, og sækir heim Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Báðar sveitirnar eru skipaðar áhugatónlistarfólki og hafa starfað um áratuga skeið. Þriðjudaginn 30. maí og föstudaginn 2. júní leiða hljómsveitirnar saman hesta sína og flytja tónlistina úr gamanóperunni Leðurblökunni eftir valsakónginn Jóhann Strauss. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju í Reykjavík en þeir seinni í Reykholtskirkju í Borgarfirði.

Tónleikar tveggja sinfóníuhljómsveita í Reykholtskirkju - Skessuhorn