Fréttir

Tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu – breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn

Samþykkt hefur verið á Alþingi frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra til breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Með lagabreytingunni eru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning.

Tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu - breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn - Skessuhorn