Fréttir
Börnin voru klædd eftir veðri og tóku virkan þátt í athöfninni. Ljósm. gbþ.

Bláfáninn dreginn að húni á Langasandi – MYNDSKEIÐ

Leikskólabörn á Akranesi létu sig ekki vanta á Bláfánaafhendingu á Langasandi í morgun. Komu þau gangandi frá Teigaseli og Garðaseli í úrhellisrigningu og roki, aðstoðuðu við að draga fánann að húni og tóku að lokum lagið fyrir viðstadda. Blaðamaður freistaði þess að ná söngnum á myndband og heyrist vel í kröftugum söngi barnanna þrátt fyrir rokið.

Bláfáninn dreginn að húni á Langasandi - MYNDSKEIÐ - Skessuhorn